KOSNINGAR UM ICESAVE BÖLVUNINA

Ég hvet og vil að allir kosningabærir Íslendingar gangi sem einn til kosninga um Icesave þegar til þeirra stundar kemur, ef að mínar óskir verða uppfylltar þá fellum við samninga um Icesave, látum Breta og Hollendinga sækja sínar kröfur um greiðslur í gegnum dómstóla og ekkert helvítis múður.

Ég er orðinn  leiður á þessu rausi um að ef ekki verði samið um þetta strax, þá komi það til með að bitna á okkur í formi vaxtahækkana, hærri verðbólgu og að lánshæfismat Moody's setji okkur í ruslflokk ef við kyngjum ekki oki þessara þjóða, ef þannig fer þá verður bara svo að vera.
 
ÉG VIL EKKI GREIÐA ICESAVE Á ÞEIM FORSENDUM SEM HEFUR VERIÐ LAGT UPP MEÐ TIL þessa.

Ég skulda Bretum ekki eina krónu og hef aldrei gert og því síður Hollendingum , ef að þeir vilja fá eitthvað fyrir þessa ICESAVE reikninga frá þjóðinni þá geta þeir fengið Landsbankann eins og leggur sig, sem er jú upphaflega rót vandans.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband