Lýðveldið Ísland að sökkva?

Í dag þjóðhátíðardag Íslendinga ættum við að strengja þess heit að skrifa ekki undir eða samþykkja Icesave reikninganna sem Steingrímur J Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir eru að hvetja til að gert verði.

Það er lágmarks krafa hverrar kosningabærar sálu að hægt verði að kynna sér þær kröfur og skilmála sem felast í þessum huldusamningi áður en skrifað verður undir, það er að segja ef að okkur ber bara yfir höfuð að samþykkja að greiða þessa óafsakanlegu peningasukks ánauð sem útrásarmenn hafa komið Íslensu þjóðinni í.

 Rétt væri að skoða til hlítar það álit þeirra lögfræði og fræðimanna sem telja að engin skilda hvíli á Íslenska ríkinu að greiða þessa reikninga, mér er spurn afhverju er álit þessara manna ekki skoðað niður í kjölinn áður en við sökkvum dýpra?

Eða er staðreyndin sú að þetta sé bara sóló leikrit Samfylkingar til að greiða götur mála inn í ESBhver er kominn til með að  segja það að áhugi þjóðrinnar sé að ganga í ESB?

Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Sveinn Björnsson

já Pétur það er gott að menn eru vaknaðir af dvala og farnir að skrifa um ástandið í þjóðfélaginu sem er ekki gott þessa stundina. það er rétt hjá þér að við verðum að láta skoða þetta í ræmur fyrr næst ekki sætt um máli.

góðar stundir.

Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 18.6.2009 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband