Það er alveg greinilegt að það eru ekki bara Bretar og Hollendingar sem beita óeðlilegum þrýstingi á Íslendinga varðandi ICESAVE reikningana eins og dæmi sýna, nú bætist Norræni fjárfestingabankinn til viðbótar með óbeinar þvinganir.
þetta er náttúrulega fyrir neðan allar hellur þessi framkoma að láta í það skína að verði ICESAVE reikningarnir greiddir þá aé hugsanleg óhætt að lána okkur meira, það er ljóst eins og máltækið segir frændur eru frændum verstir.
Eftir því sem mótlætið verður meira varðandi þessi mál og þrístingurinn eykst með óeðlilegum þvingunum frá þessum aðilum þá verð ég alltaf sannfærðari í huga mínum um að við eigum ekki að greiða þessa ICESAVE reikninga fyrr en búið er að reyna á dómstólaleiðina.
Góðar stundir.
Hættir að lána Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
- altice
- arikuld
- armannkr
- astromix
- axelaxelsson
- baldvinj
- bjarnihardar
- doggpals
- draumur
- ea
- franseis
- gthg
- gudbjorng
- gudruntora
- gylfithor
- hallarut
- heidathord
- jonmagnusson
- jonsullenberger
- jonvalurjensson
- kreppan
- larahanna
- lydurarnason
- maeglika
- prakkarinn
- rafng
- ragnar73
- salvor
- sjonsson
- stebbifr
- stormsker
- thorsaari
- tibsen
- tilveran-i-esb
- ubk
- vidhorf
- vild
- villidenni
- bryndisharalds
- ekg
- neytendatalsmadur
- herdis
- mullis
- palmig
- ragnarborg
- ragnheidurrikhardsdottir
- fullvalda
- sigurdurkari
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jamm það er farið að síg í mann yfir þessu kjaftæði öllu saman.
Arinbjörn Kúld, 23.7.2009 kl. 21:37
Já Arinbjörn manni er farið að hittna í hamsi, peran á mér farin að GLÓA af æsing út af þessum málum.
Pétur Steinn Sigurðsson, 23.7.2009 kl. 21:45
Sá uppsker sem sáir.
Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2009 kl. 23:33
Þetta eru engar þvinganir heldur viðbragð við að helmingur þess sem tapaðist hjá bankanum var vegna íslendinga og við erum bara agnarsmátt brot af þeim sem eiga aðild að þessum banka... Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Hver vill lána vanskilamönnum ?
Jón Ingi Cæsarsson, 23.7.2009 kl. 23:35
Kæri Jón... Miðað við bloggfærslurnar þínar og athugasemdir líður þér greinilega hrikalega illa af því að búa hérna. Hvernig væri nú bara að friða hugann og flytja til ESB landa sem standa í skilum með allt sitt. Mér sárnar að þú skulir flokka 20 manns sem öll íslensk fyrirtæki "Sá uppsker sem sáir"
Með kærri kveðju og ósk um góða ferð til Svíþjóðar
Rúnar
Rúnar (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:18
Ekki er ég viss um að Jóni Inga liði betur í Svíþjóð þeir eiga sín vandamál þegar kemur að viðskiptasiðferði eða var það ekki einmitt óhóflegar fjárfestingar og brask sem leiddi til bankahrunsins þar í byrjun níunda áratuggsins, ekki man ég betur en ég var búsetur þar á þeim tíma. Ekki skil ég Óskar af hverju er verið að tengja Íslenska alþíðu við vanskil bankanna, það mætti halda að allir Íslendingar hafi setið í bankaráðum þeirra og tekið ákvarðanir um útrásina og braskið, og að tala um þjóðrembing þó fólk sé ekki sátt við að vera sett á stall með þessum 20 mönnum sem komu þjóðinni í þessi vandræði er mér óskiljanlegt. Óskar þú verður að fyrirgefa mér það að ég sé svo tregur að sjá ekki samhengið.
Rafn Gíslason, 24.7.2009 kl. 01:43
Villtu fá gefins milljón ?
Sævar Einarsson, 24.7.2009 kl. 02:21
ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ FARA DÓMSTÓLALEIÐINA EF BRETAR OG HOLLENDINGAR SAMÞYKKJA ÞAÐ EKKI... hvenær ætlar fólk að skilja það ???
Sigga (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 08:37
nú bætist Norræni fjárfestingabankinn til viðbótar með óbeinar þvinganir.
No NO NO.!!! They, like many other institutions, just don´t trust you any more........Who can blame them ?
Fair Play (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 12:08
3. Jón það er alveg rétt hjá þér oft uppskera menn því sem þeir sá, en málin eru nú samt þannig hvorki ég og væntanlega ekki þú sáðir fyrir þessa uppskeru, þannig að mér finnst það bara engin spurning að við eigum að láta Breta og Hollendinga sækja sinn lagalega rétt um greiðslur þannig að það fáist úr því skorið samkvæmt dómi að þjóðinni beri að greiða þessar skuldir.
Það er ekki í fyrsta sinni sem það kæmi til ef þjóðir eru ekki sammála um ábyrgðir eða lagalegan rétt þá er úr því skorðið fyrir dómstólum og það er ekkert nema sjálfsagður hlutur að kanna þau mál til hlítar til þess eru dómstólarnir.
Pétur Steinn Sigurðsson, 24.7.2009 kl. 18:30
5. Óskar þetta snýst ekki um neinn þjóðernisrembing og vanskilaþjóð eins og þú kallar það, málin snúast um það minka skaðan vegna þessa ICESAVE reikninga fyrir þjóðina eins og hægt er samkvæmt lögum, sú niðurstaða fæst með dómi og ef það verður niðurstaðan þá verðum við að sætta okkur við það og greiða hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Og ef ég á að svara spurningu þinni hvort ég myndi lá vanskilafólki pening þá þyrfti ég að huga mig vel um, en málin eru þannig að Þjóðin fékk bara ekki þessa ICSAVE peninga að láni það voru "útrásarvíkingarnir" sem ryksuguðu til sín þessa peninga með gylliboðum.
Pétur Steinn Sigurðsson, 24.7.2009 kl. 18:49
9. Sigga að sjálfsögðu er hægt að fara dómstólaleið í þessu máli eins og öllu öðru sem þjóðir eru ekki sammála um.
Pétur Steinn Sigurðsson, 24.7.2009 kl. 18:51
HVað er svo erfitt að leita dómstólaleiðanna, þetta er deilumál og á að leysa með dómstólum.
Vilhjálmur Sveinn Björnsson, 27.7.2009 kl. 02:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.